Harður árekstur á Skeiðavegi

Harður árekstur varð á Skeiðavegi í dag.
Harður árekstur varð á Skeiðavegi í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur tveggja fólksbíla varð klukkan hálf fjögur í dag á gatnamótum Skeiðavegs og veginum heim að bænum Ólafsvöllum. Ók annar bíllinn út á Skeiðaveg í veg fyrir hinn sem valt við áreksturinn. Engan sakaði og telur lögreglan að bílbeltin hafi bjargað í þessu tilviki.

mbl.is

Bloggað um fréttina