Níu teknir með fíkniefni á Akureyri í nótt

Mikill mannfjöldi hefur verið á Akureyri um helgina.
Mikill mannfjöldi hefur verið á Akureyri um helgina. mbl.is/Margrét Þóra

Níu voru teknir með fíkniefni í nótt á Akureyri í tengslum við hátíðina Ein með öllu í bænum og eru fíkniefnamál þá orðin 64 frá fimmtudagskvöldi. Lögreglan segir þó að hátíðarhöldin hafi gengið vel fyrir sig í nótt og engin alvarleg mál komið upp.

Mikill fjöldi var á kvöldvöku og brekkusöng á íþróttavellinum sem lauk með flugeldasýningu. Umferðin gekk slysalaust fyrir sig, átta voru kærðir fyrir of hraðan akstur og þrír fyrir ætlaðan ölvunarakstur.

mbl.is