Böðvar Jónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra

Ármann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum síðar í þessum mánuði. Hann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns í rúm ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra og síðan hjá Árna M. Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Við starfinu tekur Böðvar Jónsson viðskiptafræðingur og formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ.

mbl.is