Aukið eftirlit haft með flugvélum

RAX

eftir Brján Jónasson

brjann@mbl.is

RATSJÁRSTOFNUN mun taka við eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi á næstunni. Varnarliðið hafði það verkefni áður með höndum en hætti eftirlitinu í byrjun sumars.

Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær en hann segir að ekki þurfi að bæta við tækjabúnaði eða fjölga starfsmönnum til að stofnunin geti tekið þetta verkefni að sér. Hann vildi ekki upplýsa um kostnaðarauka vegna þessa.

"Það hefur verið beðið um að við sinntum því að vakta umferð óþekktra flugvéla. Það verkefni höfum við tekið að okkur og leysum það með okkar tæknibúnaði og fólki. [...] Við lesum úr þessum merkjum og látum viðeigandi aðilum í té upplýsingar ef slík loftför birtast," segir Ólafur.

Ef óþekkt flugvél kemur inn í íslenska lofthelgi og sést á ratsjá munu því starfsmenn Ratsjárstofnunar láta Flugmálastjórn vita. "Það er vegna flugöryggis, en svo koma til önnur atriði sem varða löggæslu og annað þess háttar," segir Ólafur. Hann vildi ekki upplýsa nánar um hvers konar viðbrögð verði sett í gang verði vart við slíkar flugvélar.

Í hnotskurn
» Varnarliðið hætti eftirliti með óþekktum loftförum í íslenskri landhelgi í lok maí sl. og hefur ekkert slíkt eftirlit verið viðhaft síðan.
» Flugumferðarstjórar sjá ekki allar flugvélar í sínum gögnum, þeir sjá bara flugvélar sem hafa ratsjársvara í gangi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert