Ingibjörg Sólrún: Ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn

Ingibjörg Sólrún flytur ræður sína á fundinum í dag.
Ingibjörg Sólrún flytur ræður sína á fundinum í dag. Hilmar Bragi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á flokksstjórnarfundi í Reykjanesbæ í dag, að hún og frambjóðendur flokksins væru reiðubúnir og hún ætlaði að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki undan erfiðum verkum og sýni samstöðu, stefnufestu og ábyrgð.

„Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur – allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við – hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni. Þetta fólk hefur ekki treyst okkur til þess að gæta hagsmuna þeirra, tryggja stöðugleika, fara með skattpeninga af ábyrgð, gæta þess að atvinnulíf okkar sé samkeppnishæft og vernda hagsmuni Íslands utan landssteinanna.

Fólkið langar en hefur ekki þorað – hingað til. Nú verður á þessu breyting.

En af hverju núna? Jú, vegna þess að Samfylkingin er tilbúin, frambjóðendur eru tilbúnir og ég er tilbúin. Ég ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki undan erfiðum verkum, sýni samstöðu, stefnufestu og ábyrgð. Ég treysti því og trúi að þingmenn allir og flokksmenn komi með mér í þennan leiðangur því annars höfum við ekki erindi sem erfiði. Annars náum við ekki árangri í þágu íslensks almennings.

Í nýrri ríkisstjórn ætla ég að sjá til þess að víðtækur sáttmáli verði gerður um nýtt jafnvægi í íslenskum stjórnmálum og efnahagsmálum. Samfylkingin vill stjórna með samráði en ekki valdboði að ofan og á næstum mánuðum munum við kynna hvernig nýir stjórnarhættir yrðu útfærðir í formlegu og skuldbindandi samkomulagi milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og öflugra almannasamtaka um stefnu og áfanga í atvinnumálum, hagstjórn, vinnumarkaðsmálum, ríkisfjármálum og úrbótum í almannaþjónustu," sagði Ingibjörg Sólrún m.a. í ræðu sinni.

Hún sagði einnig, að mikið hafi verið rætt um málefni innflytjenda í samfélaginu að undanförnu og Samfylkingin ætti að viðurkenna, að áhyggjur fólksins í landinu af auknum straumi innflytjenda til landsins séu skiljanlegar. Enginn vildi missa vinnuna, lækka í launum eða láta hóta sér með því að innflytjendur bíði í röðum eftir því að leysa mann af hólmi ef maður héldi sig ekki á mottunni. En mikilvægt væri að hafa í huga að ekki væri við innflytjendur að sakast í þessu máli heldur þvert á móti því fólk af erlendu bergi brotið hefði borið uppi hagvöxtinn í undanfarin ár. Ríkisstjórnin hefði hins vegar vanrækt þennan hóp og ekki tekið vel á móti honum.

„En hvað er til ráða, hvernig sköpum við frið á vinnumarkaði og komum í veg fyrir að innflytjendur verði úthrópaðir sem vandamál í okkar samfélagi? Lykillinn að því að skapa jafnvægi í samfélaginu milli innfæddra og innflytjenda er að innflytjendur njóti sömu réttinda á vinnumarkaði hvað varðar laun, orlofsrétt, veikindadaga, lífeyrisgreiðslur o.fl. Aðeins með slíku jafnræði verður friður á vinnumarkaði, aðeins þannig girðum við fyrir undirboð sem ógna stöðu íslensks launafólks og þetta er án efa besta leiðin til að koma í veg fyrir fordóma og andúð í garð innflytjenda. Hér er mikið verk fyrir höndum fyrir stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins en við getum ekki stungið hausnum í sandinn, þetta er verk sem þarf að vinna fljótt og vel ef ekki á illa að fara," sagði Ingibjörg Sólrún.

Ræða Ingibjargar Sólrúnar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nærri nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi, en þar hafa þingmenn Miðflokksins rætt um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og hefur nú staðið yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins segir miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Til sölu 200 skápalamir smelltar borun
Til sölu 200 skápalamir smelltar borun 35 mm staðall iso 9002. Verð kr 15.000. E...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...