Háskóli Íslands braut jafnréttislög

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/ Þorkell

Háskóli Íslands braut jafnréttislög þegar karl var ráðinn í stað konu í auglýst starf sérfræðings við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar, samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála sem kveðinn var upp í dag. Báðir umsækjendur töldust hæfir.

Starfið var auglýst í desember fyrir tveimur árum. Freyja Hreinsdóttir sótti um starfið og kærði ráðninguna. Hún sagði í fréttum Sjónvarps að afar fáar konur störfuðu í Háskólanum við raunvísinda- og verkfræðigreinar. Starfsmenn við Stærðfræðistofu eru allir karlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina