Rafmagnslaust í hluta Kópavogs

Rafmagnslaust er í Lindarhverfi, Hagasmára og Smáratorgi í Kópavogi þar sem grafinn var í sundur háspennustrengur sem orsakaði rafmagsleysi á þessum stöðum rétt fyrir klukkan 10. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er unnið að viðgerð og standa vonir til þess að rafmagn komist fljótlega á að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina