Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22

Kjósendur í Hafnarfirði kjósa í dag um tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns. Kjörfundur hefst kl. 10 og stendur til kl. 19. Talning fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og reiknað er með fyrstu tölum kl. 19:05. Gert er ráð fyrir að talning muni ganga hratt fyrir sig og er vonast til að úrslit geti legið fyrir milli kl. 21 og 22 í kvöld.

Bindandi niðurstaða

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar verður niðurstaða kosninganna bindandi og mun ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga, sem er samþykkt til auglýsingar, verði sett í auglýsingu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.

Í kosningunum verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa. Kjörstaðir eru í Áslandsskóla, Íþróttahúsinu við Strandgötu og Víðistaðaskóla.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk síðdegis í gær og höfðu þá um 1.200 manns kosið utan kjörfundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »