Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði

Bankaráð Seðlabankans ákvað á fimmtudag að hækka laun seðlabankastjóra um 200 þúsund krónur á mánuði. Launin hækka strax um 100 þúsund krónur og aftur um 100 þúsund í árslok. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Þar segir að eftir hækkunina verða föst mánaðarlaun seðlabankastjóranna um 1400 þúsund krónur.

Auk þess kemur fram að launahækkunin hafi verið samþykkt að tillögu Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina