Ekið með hús um borgina

Rúmlega aldargamalt hús við Laugaveg 74 var í nótt flutt úr götunni. Um vandasamt verk var að ræða, enda gatan þröng, en allt gekk þetta að óskum og er húsið nú úti á Granda þar sem það verður geymt um hríð.

Deilt hefur verið um flutning hússins, en Torfusamtökin hafa m.a. gagnrýnt að ekki sé um að ræða verndun á sögulegum minjum þegar verið sé að byggja nýtt hús.

Á Laugavegi 74 er fyrirhugað að byggja nýtt verslunar og íbúðarhúsnæðu, sem verður rúmlega þrisvar sinnum stærra en það gamla, en það mun þó halda upprunalegu útliti sínu við Laugaveg.

Ekið var með húsið niður Barónsstíg og Skúlagötu og þaðan út á Granda, nýir eigendur hússins hyggjast svo búa því framtíðarstað við Nýlendugötu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert