Andlát: Ómar Ö. Kjartansson

Ómar Önfjörð Kjartansson andaðist á lýtalækninga- og brunadeild Landspítalans aðfaranótt 16. júní sl., sextugur að aldri.

Ómar lést af sárum sínum, en hann brenndist lífshættulega þegar hann fékk yfir sig allt að 80°C heitt vatn á heimili sínu í Hátúni 10B 15. maí sl.

Ómar fæddist 27. júlí 1946 í Hafnarfirði. Hann var sonur hjónanna Hugborgar Guðjónsdóttur matráðskonu og Kjartans Guðmundssonar vélsmiðs. Ómar lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1963, trésmíðanámi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1967 og einu ári síðar sveinsprófi og meistaraprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Eftir að hann lauk námi og til ársins 1984 starfaði hann sem húsasmíðameistari. Síðast hjá byggingarfélaginu Streng.

Um mitt ár 1984 lenti Ómar í alvarlegu bílslysi sem olli því að hann var öryrki upp frá því.

Ómar kvæntist Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur, fæddri 19. ágúst 1944, árið 1968. Þau skildu árið 1989.

Ómar lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur og sex barnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »