Stóriðju og neyslumenningunni mótmælt

Andstæðingar stóriðju- og virkjanaframkvæmda stóðu fyrir mótmælum í Kringlunni í dag þar sem þeir hrópuðu m.a. slagorð gegn álfyrirtækjum og neyslumenningunni.

Mótmælendurnir höfðu ekki leyfi fyrir mótmælunum og óskuðu öryggisverðir Kringlunnar eftir því að fólkið færi út. Með þeim í för var bandaríski predikarinn séra Billy sem mætti í Kringluna til þess að mun særa á brott orkusugur og illa anda stóriðju, eins og fram kemur á vef Saving Iceland. Öryggisverðir Kringlunnar tóku Billy hinsvegar afsíðis fljótlega eftir að hann hóf upp raust sína á Stjörnutorgi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var séra Billy ekki handtekinn, en lögreglan var hinsvegar kölluð á staðinn og fylgdist með að allt færi vel fram. Billy hóf hinsvegar upp raust sína á nýjan leik eftir að hafa fengið tiltal frá öryggisvörðum Kringlunnar. Ekki kom til neinna handalögmála á milli mótmælendanna og öryggisvarðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka