Tveir mótmælendur handteknir í Straumsvík

Frá Straumsvík í dag.
Frá Straumsvík í dag. mbl.is/Júlíus

Lögregla hefur handtekið tvo úr hópi mótmælenda frá samtökunum Saving Iceland við veginn sem liggur upp að álverinu í Straumsvík. Alls eru um fimm lögreglubifreiðar á staðnum og hefur lögregla beðið mótmælendur um að yfirgefa staðinn friðsamlega að öðrum kosti verði þeir handteknir. Í tilkynningu frá Saving Iceland kemur fram að um 20 mótmælendur hafi læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu.

Saving Iceland segist vera með þessu að mótmæla fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-Alcan á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.

mbl.is

Bloggað um fréttina