Styrkleiki fíkniefnanna mjög mikill

Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun.
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun. mbl.is/Júlíus
Fram kom á blaðamannafundi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt í dag, að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess, að fíkniefnapakkarnir sem fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun, séu rúmlega 60 kíló. Um er að ræða amfetamín, um 14 kíló af e-töfludufti og 1800 e-töflur. Bendir allt til að styrkleiki fíkniefnanna sé mjög mikill. Nákvæmnisleit í skútunni á eftir að fara fram.

Tveir menn hafa verið handteknir í Færeyjum vegna fíkniefnamálsins og hafa þá alls 10 verið handteknir, bæði hér og erlendis og eru allir íslenskir utan einn, sem er Dani.

Mennirnir fimm, sem handteknir voru hér á landi í gær hafa allir komið við sögu lögreglu áður í fíkniefnamálum og eru á þrítugs- og fertugsaldri. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október og einn í viku.

Ákvörðun verður þeirra ekin síðar í dag um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir mönnum, sem handteknir voru erlendis en ákvarðanir um beiðnir um framsal verða teknar síðar.

Húsleitir hafa verið gerðar hér á landi og erlendis á síðasta sólarhring. Fimm húsleitir hafa verið gerðar hér á höfuðborgarsvæðinu og skútu í Sandgerði. Þá á eftir að leita í einum bíl, sem lögreglan er með í sinni vörslu. Fíkniefni fundust í húsleitum í Danmörku og Færeyjum.

Rannsóknin teygir einnig anga sína til Hollands og Þýskalands. Hafa íslenskir fíkniefnarannsóknalögreglumenn verið við störf erlendir vegna málsins undanfarna mánuði og verða áfram.

Lögreglan segir að með aðgerðunum í gærmorgun sé ákveðnum þætti málsins lokið. Yfirheyrslur eru hafnar bæði hér á landi og erlendis yfir sakborningunum. Rannsóknin snýst nú m.a. um að upplýsa um aðild þeirra sem handteknir hafa verið.

Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðarsaksóknari, Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Karl ...
Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðarsaksóknari, Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Júlíus
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun.
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun. mbl.is/Júlíus
Skútan flutt á vagn á Fáskrúðsfirði í morgun. Henni verður ...
Skútan flutt á vagn á Fáskrúðsfirði í morgun. Henni verður ekið til Reykjavíkur. mbl.is/Albert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ógnaði tveimur með byssu

17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

15:05 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Fá að setja salerni við Grjótagjá

14:39 „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, en það hefur bara tekið allt of langan tíma að fá niðurstöðu í málið. Við höfum beðið síðan í apríl,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Leyfi hefur verið veitt til þess að koma fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Meira »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »

60 milljónir aukalega ekki á borðinu

13:08 „Ég er tilbúin að koma að, eins og ég hef áður sagt, með þessar 60 milljónir sem gætu orðið til þess að liðka fyrir en aðra aðkomu hef ég ekki að samningagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

13:03 Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar í samtali við mbl.is. Meira »

Stemma áfrýjar gegn Sigmari Vilhjálmssyni

11:12 Félagið Stemma hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmssyni og Sjarms og Garms ehf. gegn félaginu. Meira »

Níu sóttu um starf sveitarstjóra

11:11 Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps en einn dró umsókn sína til baka.   Meira »

Fullveldishátíð haldin hátíðleg á Hrafnistu

10:02 Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til veglegrar veislu á Hrafnistu í gær, en hátíðin var sérstaklega haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. Alls boðuðu um tuttugu fullveldisbörn komu sína í veisluna. Meira »

Framkvæmdir á Breiðholtsbraut

09:45 Á morgun, laugardaginn 21. júlí, hefst uppsteypa brúargólfs nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis. Meira »

Í styrjöld við þá stétt sem allir dá mest

09:39 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir „fullveldisfárið“ snúast um „danskan gest sem segi íslenskum þingmönnum að þeir séu dónar og eigi við kynþroskavanda að stríða“. Meira »

Sólin gleði vikunnar

09:17 Það þarf ekki mikið til að gleðja Þorvald Davíð Kristjánsson og Auði Jónsdóttur, sem fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Tveir sólardagar voru gleði vikunnar. Meira »

Skildu hvolp eftir í lengri tíma

09:11 Matvælastofnun hefur nýverið tekið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum um velferð dýra, annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. Meira »
Lóð til sölu
Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi va...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...