Undrun á sölu hlutarins

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Selji Orkuveitan hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja – sem nú er vistaður í Reykjavík Energy Invest – til annars aðila, gætu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Geysir Green Energy nýtt forkaupsrétt sinn, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Bæði Árni og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, líta svo á að þessum málum verði ekki ráðið til lykta án aðildar þeirra.

Lúðvík hefur óskað eftir fundi með öðrum eigendum í Hitaveitu Suðurnesja og verður fundurinn haldinn nk. mánudag. "Það liggur fyrir að þetta hluthafasamkomulag frá því í sumar er hugsanlega í uppnámi. Það eru enn og aftur að verða breytingar í Hitaveitunni," segir Lúðvík og bætir við að honum þyki það skjóta skökku við að Orkuveitan skuli setja hlut sinn í HS inn í REI, en þar með sé farið að meðhöndla þennan hlut eins og hverja aðra markaðsvöru.

Árni segir það vekja upp spurningar um hver stefnan sé. "Það kemur mér á óvart að Orkuveitan, sem er nýbúin að kaupa í Hitaveitu Suðurnesja, skuli ákveða að selja sinn hlut."

Fékk Vilhjálmur listann?

Mál málanna í gær var hins vegar ekki forkaupsrétturinn í Hitaveitu Suðurnesja, heldur hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi á eigendafundi í síðustu viku fengið eintak af lista með nöfnum þeirra starfsmanna sem fá áttu sérkjör á hlutabréfakaupum í REI. Vilhjálmur segist hafa vitað um samninga við þessa starfsmenn, en aldrei séð listann og honum hafi ekki verið dreift. Svandís Svavarsdóttir segist hins vegar hafa fengið listann á fundinum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »