Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14

Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi ...
Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson kynna nýtt meirihlutasamstarf í borgarstjórn. mbl.is/Golli
Dagur B. Eggertsson, væntanlegur borgarstjóri, sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hefðu eftir aukafund borgarstjórnar í gærkvöldi rætt saman um að reyna að mynda nýjan meirihluta. Þær viðræður hefðu verið teknar upp aftur í morgun og þá með oddvita Framsóknarflokksins og samkomulag um nýjan meirihluta verið handsalað klukkan 14.

Dagur sagði, að reynt hefði verið að hafa samband við Björn Inga Hrafnsson, oddvita Framsóknarflokksins, í gærkvöldi, en hann var þá lagstur í rúmið með flensu. Í morgun var síðan haldinn fundur með Birni Inga klukkan 10:30 og þar kom í ljós að grundvöllur var fyrir meirihlutasamstarfi fjögurra flokka. Um klukkan 14 var síðan handsalað samkomulag um myndun nýs meirihluta.

Björn Ingi sagði, að hann hefði fallist á að koma til fundarins í morgun en það hefði verið sitt mat, m.a. eftir langan meirihlutafund í Ráðhúsinu í gærkvöldi, að mikið bæri orðið á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðandi mál Reykjavik Energy Invest. Þá hefði óeiningin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins verið það mikil að erfitt væri að eiga við hann samstarf.

Björn Ingi sagðist hafa haft samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, klukkan 14 í dag og óskað eftir fundi með honum. Þeir hefðu síðan rætt saman í um klukkustund þar sem þeir fóru yfir málið og þar sagði Björn Ingi að hann teldi ekki lengur grundvöll fyrir samstarfi flokkanna.

Dagur verður borgarstjóri í nýjum meirihluta, Margrét Sverrisdóttir, F-lista, verður forseti borgarstjórnar, Björn Ingi verður formaður borgarráðs og Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, verður formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra.

Dagur sagði, að þetta yrði félagshyggjustjórn sem hefði almannahagsmuni að leiðarljósi í orkumálum og öðrum málum og myndi ástunda fumlaus, fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð. Frekari málefnaáætlun verður kynnt í næstu viku.

Svandís sagði, að þetta væri stór dagur fyrir félagshyggjuöflin í Reykjavík. Full ástæða hefði verið til að sporna við fótum því menn þyrftu opnari umræðu en verið hefði.

Margrét sagði, að það væri mikið ánægjuefni að taka þátt í því að mynda nýjan meirihluta en glundroðinn í meirihlutasamstarfinu hefði verið orðinn sklíkur, að við það var ekki hægt að una.

Dagur sagði, að Svandísi yrði falið að fara gegnum öll málefni Orkuveitu Reykjavíkur í rólegheitum.

Björn Ingi sagði, að hann tæki þessa niðurstöðu nærri sér vegna þess að hann væri þeirrar gerðar að hann vildi ljúka þeim verkum sem hann hæfi. Hann hefði einnig tekið margt í umræðu undanfarinna daga mjög nærri mér. Sagðist hann telja, að margt sem borgarstjóri hefði fengið á sig sé ekki réttmætt og hann hafi ekki notið réttmæts stuðnings samstarfsmanna sinna.

Björn Ingi sagði m.a. að sjálfstæðismenn hefðu haft forustu í málefnum orkumála. Þegar það hefði síðan gerst að haldnir væru fundir í röðum borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þar sem borgarstjóri væri ekki hafður með í ráðum væri komin upp alveg ný staða.

Sagði Björn Ingi, að hann hefði átt gott samstarf við marga í röðum sjálfstæðismanna en eitthvað hefði gerst á síðustu dögum sem olli því að þessi ólga varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

11:53 Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér. Meira »

Hótaði að berja lögregluþjón með kylfu

11:29 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum í Grafarvogi í mars í fyrra. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

11:13 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silkon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Hrikalegur veruleiki fíkla

10:48 Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Ari ekki lengur eftirlýstur

10:36 Ari Rún­ars­son, sem alþjóðalög­regl­an Interpol lýsti eftir í síðasta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur að sögn Arn­fríðar Gígju Arn­gríms­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Búa lengur á hóteli mömmu

09:02 Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskunnar á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...