Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14

Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi ...
Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson kynna nýtt meirihlutasamstarf í borgarstjórn. mbl.is/Golli
Dagur B. Eggertsson, væntanlegur borgarstjóri, sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hefðu eftir aukafund borgarstjórnar í gærkvöldi rætt saman um að reyna að mynda nýjan meirihluta. Þær viðræður hefðu verið teknar upp aftur í morgun og þá með oddvita Framsóknarflokksins og samkomulag um nýjan meirihluta verið handsalað klukkan 14.

Dagur sagði, að reynt hefði verið að hafa samband við Björn Inga Hrafnsson, oddvita Framsóknarflokksins, í gærkvöldi, en hann var þá lagstur í rúmið með flensu. Í morgun var síðan haldinn fundur með Birni Inga klukkan 10:30 og þar kom í ljós að grundvöllur var fyrir meirihlutasamstarfi fjögurra flokka. Um klukkan 14 var síðan handsalað samkomulag um myndun nýs meirihluta.

Björn Ingi sagði, að hann hefði fallist á að koma til fundarins í morgun en það hefði verið sitt mat, m.a. eftir langan meirihlutafund í Ráðhúsinu í gærkvöldi, að mikið bæri orðið á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðandi mál Reykjavik Energy Invest. Þá hefði óeiningin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins verið það mikil að erfitt væri að eiga við hann samstarf.

Björn Ingi sagðist hafa haft samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, klukkan 14 í dag og óskað eftir fundi með honum. Þeir hefðu síðan rætt saman í um klukkustund þar sem þeir fóru yfir málið og þar sagði Björn Ingi að hann teldi ekki lengur grundvöll fyrir samstarfi flokkanna.

Dagur verður borgarstjóri í nýjum meirihluta, Margrét Sverrisdóttir, F-lista, verður forseti borgarstjórnar, Björn Ingi verður formaður borgarráðs og Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, verður formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra.

Dagur sagði, að þetta yrði félagshyggjustjórn sem hefði almannahagsmuni að leiðarljósi í orkumálum og öðrum málum og myndi ástunda fumlaus, fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð. Frekari málefnaáætlun verður kynnt í næstu viku.

Svandís sagði, að þetta væri stór dagur fyrir félagshyggjuöflin í Reykjavík. Full ástæða hefði verið til að sporna við fótum því menn þyrftu opnari umræðu en verið hefði.

Margrét sagði, að það væri mikið ánægjuefni að taka þátt í því að mynda nýjan meirihluta en glundroðinn í meirihlutasamstarfinu hefði verið orðinn sklíkur, að við það var ekki hægt að una.

Dagur sagði, að Svandísi yrði falið að fara gegnum öll málefni Orkuveitu Reykjavíkur í rólegheitum.

Björn Ingi sagði, að hann tæki þessa niðurstöðu nærri sér vegna þess að hann væri þeirrar gerðar að hann vildi ljúka þeim verkum sem hann hæfi. Hann hefði einnig tekið margt í umræðu undanfarinna daga mjög nærri mér. Sagðist hann telja, að margt sem borgarstjóri hefði fengið á sig sé ekki réttmætt og hann hafi ekki notið réttmæts stuðnings samstarfsmanna sinna.

Björn Ingi sagði m.a. að sjálfstæðismenn hefðu haft forustu í málefnum orkumála. Þegar það hefði síðan gerst að haldnir væru fundir í röðum borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þar sem borgarstjóri væri ekki hafður með í ráðum væri komin upp alveg ný staða.

Sagði Björn Ingi, að hann hefði átt gott samstarf við marga í röðum sjálfstæðismanna en eitthvað hefði gerst á síðustu dögum sem olli því að þessi ólga varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...