Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14

Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi ...
Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson kynna nýtt meirihlutasamstarf í borgarstjórn. mbl.is/Golli
Dagur B. Eggertsson, væntanlegur borgarstjóri, sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hefðu eftir aukafund borgarstjórnar í gærkvöldi rætt saman um að reyna að mynda nýjan meirihluta. Þær viðræður hefðu verið teknar upp aftur í morgun og þá með oddvita Framsóknarflokksins og samkomulag um nýjan meirihluta verið handsalað klukkan 14.

Dagur sagði, að reynt hefði verið að hafa samband við Björn Inga Hrafnsson, oddvita Framsóknarflokksins, í gærkvöldi, en hann var þá lagstur í rúmið með flensu. Í morgun var síðan haldinn fundur með Birni Inga klukkan 10:30 og þar kom í ljós að grundvöllur var fyrir meirihlutasamstarfi fjögurra flokka. Um klukkan 14 var síðan handsalað samkomulag um myndun nýs meirihluta.

Björn Ingi sagði, að hann hefði fallist á að koma til fundarins í morgun en það hefði verið sitt mat, m.a. eftir langan meirihlutafund í Ráðhúsinu í gærkvöldi, að mikið bæri orðið á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðandi mál Reykjavik Energy Invest. Þá hefði óeiningin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins verið það mikil að erfitt væri að eiga við hann samstarf.

Björn Ingi sagðist hafa haft samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, klukkan 14 í dag og óskað eftir fundi með honum. Þeir hefðu síðan rætt saman í um klukkustund þar sem þeir fóru yfir málið og þar sagði Björn Ingi að hann teldi ekki lengur grundvöll fyrir samstarfi flokkanna.

Dagur verður borgarstjóri í nýjum meirihluta, Margrét Sverrisdóttir, F-lista, verður forseti borgarstjórnar, Björn Ingi verður formaður borgarráðs og Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, verður formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra.

Dagur sagði, að þetta yrði félagshyggjustjórn sem hefði almannahagsmuni að leiðarljósi í orkumálum og öðrum málum og myndi ástunda fumlaus, fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð. Frekari málefnaáætlun verður kynnt í næstu viku.

Svandís sagði, að þetta væri stór dagur fyrir félagshyggjuöflin í Reykjavík. Full ástæða hefði verið til að sporna við fótum því menn þyrftu opnari umræðu en verið hefði.

Margrét sagði, að það væri mikið ánægjuefni að taka þátt í því að mynda nýjan meirihluta en glundroðinn í meirihlutasamstarfinu hefði verið orðinn sklíkur, að við það var ekki hægt að una.

Dagur sagði, að Svandísi yrði falið að fara gegnum öll málefni Orkuveitu Reykjavíkur í rólegheitum.

Björn Ingi sagði, að hann tæki þessa niðurstöðu nærri sér vegna þess að hann væri þeirrar gerðar að hann vildi ljúka þeim verkum sem hann hæfi. Hann hefði einnig tekið margt í umræðu undanfarinna daga mjög nærri mér. Sagðist hann telja, að margt sem borgarstjóri hefði fengið á sig sé ekki réttmætt og hann hafi ekki notið réttmæts stuðnings samstarfsmanna sinna.

Björn Ingi sagði m.a. að sjálfstæðismenn hefðu haft forustu í málefnum orkumála. Þegar það hefði síðan gerst að haldnir væru fundir í röðum borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þar sem borgarstjóri væri ekki hafður með í ráðum væri komin upp alveg ný staða.

Sagði Björn Ingi, að hann hefði átt gott samstarf við marga í röðum sjálfstæðismanna en eitthvað hefði gerst á síðustu dögum sem olli því að þessi ólga varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stolið úr búningsklefum

05:46 Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Meira »

Vinnutíminn eldfimur

05:30 SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Halldór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

05:30 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

05:30 Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira »

Fjölguðu gestum um þriðjung

05:30 Veitingastaðurinn Þrír frakkar hefur verið afar vel sóttur undanfarnar vikur.   Meira »

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

05:30 Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

05:30 Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »

Fataiðn er mjög skapandi

Í gær, 22:45 Fötin skapa manninn! Nám í fataiðnum við Tækniskólann er vinsælt og vekur athygli. Gleðin fylgir starfinu, segir kennari og bendir á ýmsa atvinnumöguleika sem bjóðast. Meira »

Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

Í gær, 21:15 Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim. Meira »

Kona slasaðist á Esjunni

Í gær, 21:05 Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálfátta í kvöld vegna konu sem hafði slasast í grjóthruni á Esjunni neðan við Stein, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt

Í gær, 20:30 Ljósmynd sem var nýlega tekin af umferðarskilti á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Rauðavatn á leiðinni frá Reykjavík, sýnir 70 kílómetra hámarkshraða fyrir bifreiðar með eftirvagna eða skráð tengitæki þegar hámarkshraðinn á að vera 80 km á klukkustund. Meira »

Búið að finna drengina

Í gær, 20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

Í gær, 19:46 Búið er að landa samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

Í gær, 19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

Í gær, 19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

Í gær, 19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] þá misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

Í gær, 18:55 „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

Í gær, 18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »
Hallo AFI, sumarhús í Tungunum..
Falleg sumarhús til leigu í Tungunum, ca. klst. frá Rvík. - fyrir AFA og ÖMMU. f...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...