Friðrik: Skylt að þjóna þeim álverum sem fyrir eru

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun telji sér skylt að þjóna þeim álverum, sem nú þegar eru til staðar. Landsvirkjun hefur ákveðið að ganga ekki til viðræðna um raforkusölu við fyrirtæki, sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi en Friðrik segir að þessi ákvörðun útiloki ekki, að raforku verði ráðstafað til stækkunar álvera sem fyrir eru.

Friðrik segir að um hálfur annar tugur fyrirtækja hafi á undanförnum mánuðum lýst áhuga á raforkukaupum úr virkjununum sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár og eftirspurnin verið langtum meiri en hægt er að svara með fyrirhugaðri raforkuframleiðslu.

Þá segir Friðrik, að þessi ákvörðun Landsvirkjunar, sem kynnt var í dag, hafi engin áhrif á fyrirætlanir um orkuöflun á Norðausturlandi vegna mögulegs álvers á Bakka við Húsavík. „Við höldum undirbúningi okkar þar áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert