Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum

Stjórnvöld fara þessa leið til að hægja á þenslunni að …
Stjórnvöld fara þessa leið til að hægja á þenslunni að mati Árna Finnssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég skil þetta þannig að stjórnvöld hafi gefið Landsvirkjun merki um að hægja á sér, það kæmi mér ekki á óvart ef Orkuveita Reykjavíkur fengi sömu skilaboð frá borgarstjórn um að hægja á sér þannig að það yrði ekki seld orka frá Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun til Helguvíkur,” sagði Árni Finnsson , formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Ég tengi þessa umræðu að nokkru leyti við yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar á sunnudaginn var, þar sem hann gagnrýndi að stjórnvöld hefðu engin tæki lengur til að stjórna uppbyggingu stóriðju í landinu,” sagði Árni um áætlun Landsvirkjunar um að beina raforkusölu í framtíðinni til netþjónabúa og annarra vistvænni orkufrekrar starfsemi.

„Almenningur kaupir ekki nauðsyn þess að virkja í Neðri-Þjórsá fyrir álframleiðslu eða að taka land af bændum með eignanámi við Þjórsá til þess,” sagði Árni.

Árni sagðist ekki telja að almenningur styddi virkjunarframkvæmdir í Þjórsá að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert