Inflúensuæfing í næstu viku

Viðamikil æfing veðru haldin á landsvísu á mánudag þar sem æfð verða viðbrögð við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu. Verður æfingin haldin samkvæmt drögum að landsáætlun sem embætti sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hafa unnið að.

Fundur til undirbúnings æfingunni er haldinn í dag með öllum lögreglustjórum og sóttvarnalæknum umdæma landsins, fulltrúum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og ráðuneyta,  ásamt fulltrúum sóttvarna og almannavarna í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð.

Ríkislögreglustjóraembættið segir, að heimsfaraldur inflúensu geti lamað samfélagið á skömmum tíma og muni reyna á flesta þætti samfélagsins ef skæð inflúensa, sem herjar á heimsbyggðina, nái til landsins.

Að þessu sinni verður þáttur lögreglustjóra og sóttvarnalækna æfður þar sem þeirra starf í slíkum faraldri er mjög umfangsmikið. Munu þeir fá mörg mismunandi verkefni til úrlausnar í æfingunni sem þeir þurfa að leysa, hver í sínu umdæmi. Mikil áhersla er lögð á samvinnu lögreglustjóranna og sóttvarnalækna umdæma og svæða í áætluninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert