Ísland í fremstu röð í umhverfismálum

Ísland er talið í fremstu röð í umhverfismálum.
Ísland er talið í fremstu röð í umhverfismálum. mbl.is/Rax

Ísland er í þriðja sæti á eftir Svíum og Þjóðverjum  í nýrri vísitölu umhverfismála, sem kynnt var á Bali í Indónesíu þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir. Þýsku umhverfissamtökin Germanwatch reikna þessa vísitölu út.

Fram kemur á vefnum earthtimes.org, að Germanwatch bar saman þær aðgerðir í umhverfismálum sem helstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafa gripið til. Um er að ræða þau 56 ríki, sem bera ábyrgð á losun um 90% gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.

Svíar eru í 1. sæti eins og í fyrra og Þýskaland tók 2. sætið af Bretum þótt listinn væri birtur áður en Þjóðverjar kynntu í gærkvöldi að þeir stefndu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 36% fyrir árið 2020. Ísland fór upp í 3. sætið en Bretar féllu niður í það sjöunda. 

Loftslagsvísitala Germanwatch

mbl.is