Harmar persónulegar árásir

Björn Ingi Hrafnsson segist harma það sem hann kallar persónulegar árásir sem Guðjón Ólafur Jónsson hafi viðhaft í Silfri Egils í gær, enda eigi slík umræða ekkert skylt við stjórnmál. Segir hann að um persónulega heift hafa verið að ræða sem þurft hafi að fá útrás.

„Við Guðjón Ólafur erum gamlir vinir og samherjar og mér þykir það leiðinlegt að hann telji að árangursleysi hans í stjórnmálum sé á einhvern hátt mér að kenna. Ég minni á í því sambandi að Guðjón Ólafur var í framboði til Alþingis síðastliðið vor sem sitjandi þingmaður og hlaut ekki endurkjör. Hann fékk þó atkvæði mitt eins og aðrir frambjóðendur Framsóknarflokksins í borginni,“ segir Björn Ingi.

Segir hann að framsóknarmenn viti hver sannleikurinn sé í málinu en að hann vilji ekki tjá sig efnislega um ásakanir Guðjóns að svo stöddu. Hann muni hins vegar gera það innan tíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert