Ekki hægt að útiloka lögbundinn kynjakvóta

Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag.
Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag. mbl.is/Golli

„Ef kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja helst óbreytt þarf alvarlega að íhuga norsku leiðina," segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Æskilegast er að fyrirtækin sýni frumkvæði og jafni hlutföllin sjálf, en ég er sannfærður um að afskipti löggjafans eigi alls ekki að útiloka ef annað virkar ekki."

Norska leiðin vísar í lög um að stjórnir hlutafélaga í Noregi skulu hafa minnst 40% að hvoru kyni innanborðs. Nú eru 42% stjórnarmeðlima í norskum hlutafélögum konur, sem er langhæsta hlutfall í heiminum.

Þetta kom fram í máli ráðherra á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) og LeiðtogaAuður boðuðu til í dag. Um 80 manns sátu fundinn en fyrir utan ráðherrann var aðeins einn karlmaður viðstaddur.

Björgvin sagði, að áður en gripið yrði til slíkra leiða myndi ráðuneytið beita sér fyrir virkri umræðu til að skapa þrýsting á fyrirtæki til að jafna stöðu kynjanna í stjórnum. Fyrirtæki gætu ekki sniðgengið þessa sjálfsögðu kröfu, þau yrðu að bregðast hratt við því það eina sem væri viðunandi væri gagnger breyting á næstu tveimur árum.

Ríkið gangi á undan með góðu fordæmi
Tanya Zharov, fundarstjóri kynnti ýmsar niðurstöður um stöðu kvenna í fyrirtækjum. Nú eru aðeins 8% stjórnarsæta 100 stærstu fyrirtækja landsins skipuð konum og aðeins þrír af hundrað stjórnarformönnum eru konur.

Auk þess er hallar talsvert á konur í stjórnum lífeyrissjóða, t.d. eru aðeins 11% stjórnarmeðlima í Almenna lífeyrissjóðinum konur og aðeins 20% í Íslenska lífeyrissjóðnum. Mikilvægi lífeyrissjóðanna felst m.a. í gífurlegum eignum sem þeir ráða yfir.

Athygli var vakin á niðurstöðum CreditInfo sem sýnir að fyrirtæki með konur innan stjórnar lenda mun síður í vanskilum en fyrirtæki án kvenna í stjórn. Auk þess sé margviðurkennt óhagræði fólgið í því að útiloka konur, helming mannauðsins, frá viðskiptalífinu.

Þá hallar enn talsvert á konur í ráðuneytum og nefndum ríkisins.

Í umræðum að loknu erindi ráðherra var kallað eftir aðgerðaáætlun frá ráðherra og því að ríkið gengi fyrir með góðu fordæmi við skipanir í nefndir og störf. Þá gætu konur haft mikil áhrif með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja með jafnara hlutfall.

Ekki voru fundargestir á eitt sáttir um kynjakvóta. Svava Johansen, forstjóri NTC, kvaðst vera mótfallin þvingunum af því tagi. Ingvi Hrafn Jónsson, eini karlkyns fundargesturinn, sagðist vera gömul karlremba og sagði að lagasetning væri eina leiðin til að breyta stöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Jöklar - Fyrsta sending 2018 - Opið fyrir pantanir til 15. janúar
Erum að taka niður pantanir fyrir fyrstu sendingu 2018. Húsin eru áætluð til af...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...