Eldsneytisverð hækkar

Lítraverð á bensíni hefur hækkað um 3,6 krónur í dag hjá N1. Verð á bensínlítra með þjónustu er nú 152,90 krónur og í sjálfsafgreiðslu  147,90 krónur. Þá hækkaði einnig verð á dísilolíu og kostar lítrinn nú 157,90 krónur í sjálfsafgreiðslu en 162,90 krónur með þjónustu.

Að sögn félagsins er ástæðan lækkun á gengi krónunnar. 

Ekki var enn búið að ganga frá lítraverði í ljósi gengisbreytinganna hjá Olís og Skeljungi.

mbl.is