Ólafur Ragnarsson látinn

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson

Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi lést í gær á líknardeild Landspítalans, 63ja ára að aldri. Ólafur fæddist á Siglufirði 8. september 1944. Hann stofnaði bókaforlagið Vöku 1981, sem síðar varð Vaka-Helgafell. Hann var framkvæmdastjóri þess og síðar stjórnarformaður Eddu-miðlunar. Í desember var Ólafur gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Ólafur var lykilmaður í auknum vinsældum verka Halldórs Laxness eftir að forlag hans Vaka keypti Helgafell árið 1985, en Helgafell hafði verið útgefandi verka Nóbelsskáldsins frá því á fimmta áratugnum.

Ólafur skrifaði samtalsbók við Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, 1981. Hann ritstýrði og skráði skýringar með efni bókanna Frelsi að leiðarljósi, úrvali úr ræðum Gunnars Thoroddsens, 1982, og greinasafni Halldórs Laxness, Af menníngarástandi, 1986. Ólafur tók saman og ritaði ásamt Valgerði Benediktsdóttur, bókina Lífsmyndir skálds sem fjallar um æviferil Halldórs Laxness og var gefin út á níræðisafmæli hans, 1992. Var einn þriggja ritstjóra Íslensks þjóðsagnasafns, fimm binda safnverks um íslenskar þjóðsögur, sem út kom árið 2000.

Skrifaði bókina Halldór Laxness – Líf í skáldskap, sem gefin var út 2002, þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins og  bókina Halldór Laxness – Til fundar við skáldið, sem kom út haustið 2007.

Í mars á þessu ári kom út fyrsta ljóðabók Ólafs, Agnarsmá brot úr eilífð. Ólafur er ennfremur höfundur fjölda viðtala og greina í blöðum og tímaritum.

Ólafur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1963. Hann stundaði nám í gerð sjónvarpsefnis og kvikmynda hjá sjónvarpsstöðvum í Danmörku og Svíþjóð 1966 og við Syracuse-háskóla í New York-ríki í Bandaríkjunum 1973.

Ólafur var kennari við Barnaskóla Siglufjarðar 1964-1965. Blaðamaður á Alþýðublaðinu 1965. Fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu 1966-1976. Ritstjóri dagblaðsins Vísis 1976-1980.

Stofnaði ásamt eiginkonu sinni bókaforlagið Vöku 1981 og var framkvæmdastjóri þess og síðar (frá 1985) Vöku-Helgafells til 1999. Stjórnarformaður Vöku-Helgafells 1999-2000. Stjórnarformaður Eddu – miðlunar og útgáfu hf., 2000-2002. Ólafur var annar stofnenda Bókaforlagsins Veraldar, 2005.

Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elín Bergs og eiga þau tvo syni, Ragnar Helga og Kjartan Örn.

 


Viðurkenningar:        

Riddarakross Oranje-Nassau orðunnar hollensku 16. júní 1994.

Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2006.

Heiðursfélagi Félags íslenskra bókaútgefenda, 15. nóvember 2007.


mbl.is

Innlent »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...