Söfnun fyrir Hannes Hólmstein

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is

Í dag hófst fjársöfnun til stuðnings Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Markmið söfnunarinnar er að styðja Hannes í málaferlum erlendis. Stuðningsmenn Hannesar segja hann hafa í gegnum árin barist af hörku fyrir frjálsu samfélagi í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna.

Í tilkynningu frá stuðningsmönnunum segir að styðja þurfi fjárhagslega við bakið á Hannesi Hólmsteini: „...þar sem íslenskur auðmaður sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt á Íslandi."

Stuðningshópurinn hefur opnað bankareikning og biðja áhugasama um að leggja inn á hann. Númer reikningsins er: 0101 – 05 – 271201 og kt. 131083 – 4089.


mbl.is

Bloggað um fréttina