Bílstjórar mótmæltu á Selfossi

Frá aðgerðum atvinnubílstjóra á Ölfusárbrú síðdegis.
Frá aðgerðum atvinnubílstjóra á Ölfusárbrú síðdegis. mbl.is/Guðmundur Karl

Um 20 atvinnubílstjórar tepptu umferð um Ölfusárbrú á Selfossi síðdegis í dag með því að aka löturhægt yfir hana, fram og aftur. Skapaðist mikið umferðaröngþveiti vegna þessa, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Þegar bílstjórarnir ætluðu að fara þriðju ferðina yfir brúna greip lögreglan í taumana og beindi þeim annað. Allt gekk friðsamlega fyrir sig, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina