Bílstjórar: „Við höldum áfram"

Sturla Jónsson gerir grín að loknum yfirheyrslum lögreglunnar og leikur …
Sturla Jónsson gerir grín að loknum yfirheyrslum lögreglunnar og leikur hættulegan glæpamann sem þarf að dylja andlit sitt. mbl.is/Július

„Þeir sögðu að ég væri stórhættulegur morðingi en ég svaraði engu því ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af mér," sagði Sturla Jónsson talsmaður atvinnubílstjóra við fréttamenn eftir yfirheyrslur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins fyrir stundu.

Við höldum áfram! 

Félagar hans hrópuðu hvatningarorð og að þeir myndu halda áfram aðgerðum.

Sturla mætti með lögmanni sínum til yfirheyrslu í morgun vegna aðgerða og mótmæla atvinnubílstjóra að undanförnu.

Varðandi aðgerðir bílstjóra og spurningar lögreglu um þær sagði Sturla: „Ég er náttúrulega bara vegfarandi hérna sem lendir í umferðaröngþveiti og verð bara að berjast fyrir mínu sjálfur," sagði Sturla.

Sturla sagði að lögreglan hefði farið í gegnum lista af spurningum en að hann hafi ekki svarað neinu enda bæri honum ekki skylda til þess. 

Aðspurður hvort bílstjórar ætluðu að halda áfram aðgerðum svaraði hann: „Þið heyrið í strákunum, þeir eru meira en fílefldir bara. Það lítur út fyrir að menn eflist bara við það að verða teknir í yfirheyrslur og það segir okkur að þetta er bara lögregluríki" 

Lögreglan ræðir við bílstjóra.
Lögreglan ræðir við bílstjóra. mbl.is/Július
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert