Eggjakast og nasistabúningar

Eggjum hefur verið kastað í lögreglumenn, sem standa við Suðurlandsveg.
Eggjum hefur verið kastað í lögreglumenn, sem standa við Suðurlandsveg. mbl.is/Júlíus

Mótmælaaðgerðirnar við Olísstöðina á Suðurlandsvegi hafa tekið á sig ýmsar myndir. Ungmenni hafa kastað eggjum í lögreglumenn, sem standa á svæðinu með hjálma og skildi.

Nokkrir ungir menn komu á svæðið íklæddir nasistabúningum og einn ungur maður kom í gervi blóms og reyndi að gefa lögreglumönnum blóm en var leiddur á brott.

Þarna munu hafa verið á ferðinni nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði sem voru að dimmitera.

Ungmenni köstuðu eggjum í lögreglu.
Ungmenni köstuðu eggjum í lögreglu. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert