Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í morgunútvarpi Rásar 1 í dag, að landsmenn eigi að fara varlega í öllum einkafjárfestingum, svo sem fasteigna- eða bílakaupum, og reyna í fremstu lög að fresta því að taka lán á meðan ástand á fjármálamörkuðum er eins og raun ber vitni.

„Fólk á að minnka við sig, daga úr bensíneyðslu ef það er hægt og sýna almenn skynsemisviðbrögð við þessu ástandi," sagði Geir.  

Geir sagði, að svo virtist þó, sem að byrjað væri að rofa til á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vonir stæðu til að brátt fari að draga úr verðbólgu. 

Slæmt gengi Framsóknarflokksins í síðustu kosningum skýrist ekki af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn heldur af innri deilum, segir Geir.

Efast Geir um að staða Framsóknarflokksins eigi eftir að batna eftir nýjasta útspil hans í Evrópusambandsmálum. Því nú geti þeir sem styðji ESB bara kosið Samfylkinguna beint og þeir sem eru á móti til að mynda framsóknarmenn á landsbyggðinni geti kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstri græna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert