Aftur lögbann á Torrent.is

Stef – samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hefur lagt fram nýja kröfu um lögbann á starfsemi skráaskiptivefjarins Torrent.is sem Istorrent ehf. rekur. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, staðfesti þetta við blaðamann í gær.

Segir Eiríkur að með þessu muni lögbann haldast áfram á starfsemi vefjarins, en lögbann hafði áður verið lagt á starfsemina 19. nóvember á síðasta ári. Var máli STEFs og þriggja annarra rétthafasamtaka gegn Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni vísað frá dómi 27. mars sl. vegna vanreifunar, og staðfesti Hæstiréttur frávísunardóminn 8. maí.

Í tilkynningu frá Ístorrent kemur fram að þolendur lögbannsins hyggist krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir vegna lögbannsins. Í tilkynningunni segir jafnframt að furðu sæti að lögbannið skuli enn gilda „enda er erfitt að sjá hvernig hægt verður að bæta úr þeim göllum, sem vörðuðu frávísun málsins, í nýrri stefnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »