Myndasaga Sigmunds gagnrýnd

Myndasaga Sigmunds sem prentuð var í Morgunblaðinu á föstudag hefur verið birt á félagsfræðivefnum Contexts.org og sætir þar töluverðri gagnrýni.

Myndasagan sem um ræðir sýnir Barack Obama bera eldivið að potti þar sem Hillary Clinton situr. Er Obama sýndur í hlutverki mannætu, með hringa á eyrum og fótum og í strápilsi. Með myndinni fylgir textinn „Sorry, my people like to have you well done“.

Contexts.org er haldið úti af Bandarísku félagsfræðisamtökunum (American Sociological Association) sem gefur út samnefnt tímarit. Birtist myndasagan í mynd-bloggi vefjarins, „Sociological Images: Seeing is Believing“, þar sem birtar eru myndir sem gefa tilefni til félagsfræðilegrar rýni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »