Varað við Gunnuhver á Reykjanesi

Gunnuhver úr lofti
Gunnuhver úr lofti Víkurfréttir

Enn hafa orðið breytingar á Gunnuhver á Reykjanesi. Vegurinn að Gunnuhver er nú lokaður og getur verið hættulegt að ferðast fótgangandi um svæðið, samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Fólk er því hvatt til að gæta fyllstu varúðar.Miklar leirspýjur slettast úr hvernum og hafa myndað stóra barma umhverfis hann.

mbl.is