Von á fjölskyldu mannsins eftir helgi

Karlmaðurinn, sem fannst látinn í Gunnlaugsskarði í Esju í morgun, var 26 ára gamall með pólskt ríkisfang. Maðurinn hafði starfað hér í tæpt ár hjá byggingafyrirtæki.

Starfsmannastjóri fyrirtækisins var í sambandi við fjölskyldu mannsins sem býr í Póllandi og var vonast eftir því að hún kæmi hingað til lands eftir helgi. Þar sem ekki hafði náðst að tilkynna öllum aðstandendum af fráfallinu er ekki unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.

Svo virðist sem maðurinn hafi yfirgefið vinnustað sinn óvænt í gærmorgun og haldið í átt að Esju. Leit að honum hófst skömmu eftir hádegi á gær eftir hann sást ganga allsnakinn ofarlega í hlíðum Esju. Föt mannsins fundust fljótlega ásamt skilríkjum, í um 200 metra hæð. Leitað var í nótt og fram á morgun í dag en lík mannsins fannst á 11. tímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert