Ný eining byggð við Litla-Hraun

Teikningar að nýrri fangabyggingu við fangelsið á Litla-Hrauni eru í vinnslu. Samkvæmt heimildum 24 stunda eiga að vera rými fyrir 48 til 52 fanga í þeirri byggingu. Fjármagni hefur þó ekki enn verið heitið til framkvæmdarinnar en byggingarnefnd vegna hennar er starfandi.

„Það liggur fyrir að það er verið að gera frumskissur að nýrri einingu á Litla-Hrauni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Okkur hefur fundist takmarkaður áhugi hjá stjórnmálamönnum á fangelsismálum í gegnum tíðina. Eftir að Björn Bjarnason tók við málaflokknum hefur hins vegar verið sett fram mjög markviss uppbygging í fjórum liðum. Það er búið að ganga frá tveimur liðum, næst er uppbygging á Litla-Hrauni og síðan á höfuðborgarsvæðinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert