Íslenska þjóðin fagnar sigri

Fjöldi manns fylgdist með æsispennandi leik Íslendinga og Spánverja og voru fáir á ferli og nánast auðar göturnar meðan leikurinn stóð sem hæst. Risaskjáir voru í boði sumstaðar á höfuðborgarsvæðinu en aðrir létu sér hverfiskrárnar nægja. Troðfullt var í Sambíóunum við Álfabakka og í Smáralind.

mbl.is

Bloggað um fréttina