Viðskiptamiðstöð slegið á frest

Svæðið þar sem fyrirhuguð viðskiptamiðstöð á að rísa
Svæðið þar sem fyrirhuguð viðskiptamiðstöð á að rísa

„Við höfum slegið þessu verkefni á frest þar til hægt er að ná eðlilegum kjörum á fjármögnun verkefnisins,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis hf., um framkvæmdir við viðskiptamiðstöðina World Trade Center Reykjavík. Nýsir hf. ráðgerði að reisa hana í grennd við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið, en nú er óvíst hvenær framkvæmdir geta hafist. Höskuldur segir þetta í takt við ástandið í þjóðfélaginu almennt, flestir hafi slegið byggingarframkvæmdum á frest.

Hugmyndin var sú að Nýsir byggði hina 16 þúsund fermetra viðskiptamiðstöð og leigði síðan út rými til fyrirtækja. Þar áttu að vera skrifstofur, fundarsalir og verslanir.

Lengi voru uppi hugmyndir um að hús Listaháskólans risi á reit viðskiptamiðstöðvarinnar, en langt er síðan horfið var frá þeim.

Eignarhaldsfélagið Portus hefur enn ekki fundið samstarfsaðila vegna 400 herbergja hótelbyggingar sem rísa á á reitnum. Helgi S. Gunnarsson er framkvæmdastjóri Portus. Hann segir fyrirtækið hafa átt í formlegum viðræðum við tvo aðila, innlendan og erlendan, um samstarf en ekkert hafi komið út úr þeim viðræðum enn sem komið er. Helgi telur samt sem áður að viðræðurnar séu enn opnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina