Útlendingum fækkar á vinnumarkaði

Augljós teikn um fækkun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði koma fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í nýliðnum ágúst voru nýskráningar fólks frá nýjum löndum í Evrópusambandinu 343 en voru 757 í ágúst í fyrra. Er þetta um 55% fækkun milli ára. Sem fyrr eru Pólverjar fjölmennastir þeirra sem koma hingað til vinnu.

Nýskráningar frá þessum löndum fyrstu átta mánuði ársins voru 3.178 miðað við 3.874 sömu mánuði í fyrra. Að sögn Friðriks Friðrikssonar sérfræðings hjá Vinnumálastofnun eru útlendingar í vinnu hér taldir vera 16-17 þúsund um þessar mundir en voru á bilinu 18-19 þúsund um mitt þetta ár. Reiknað er með því að þessi tala verði komin niður í 13-14 þúsund um áramót.

Fólki, sem komið hefur í gegnum starfsmannaleigur, hefur fækkað umtalsvert á þessu ári. Skráningar hjá starfsmannaleigum voru 554 í lok ágúst og hefur fækkað um 670 það sem af er þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »