Neikvæð viðbrögð frá ESB koma ekki á óvart

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

„Þetta viðhorf embættismanna ESB kemur okkur ekki á óvart og við vissum af því áður en við komum hingað,“ segir Illugi Gunnarsson, annar formanna Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar. Á fundi nefndarinnar með Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í gær, kom fram að upptaka Íslendinga á evru á grundvelli EES-samningsins væri ekki raunhæfur kostur, ekki væri vilji innan ESB fyrir þeirri leið.

Rehn hafi jafnframt sagt að færu Íslendingar út í aðildarumræður ættu þær ekki að taka langan tíma þar sem Íslendingar hefðu þegar tekið upp tvo þriðju hluta regluverks ESB, umræðum yrði unnt að ljúka innan árs.

Ágúst Ólafur Ágústsson, hinn formaður nefndarinnar, segir að á kvöldverðarfundi með sendiherrum og embættismönnum ESB hafi afstaðan gagnvart tvíhliða upptöku evru verið mjög neikvæð. Sú leið sé hvorki talin vera hagur Íslendinga né raunhæfur kostur.

Illugi og Ágúst segja Rehn ekki hafa nefnt nein lagaleg rök gegn tvíhliða upptöku. Hann hafi vísað slíkri umræðu til Joaquín Almunia sem fer með efnahagsmál ESB. Nefndin hittir Almunia að máli á morgun.

„Ef ekki reynast lagalegar hindranir og íslensk stjórnvöld taka ákvörðun um að skoða þetta af alvöru fer sú umræða fram við æðstu stjórnmálamenn ESB og það er allt hægt á stjórnmálalega sviðinu,“ segir Illugi Gunnarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »