Útgerðin kallar eftir stöðugleika og sterkara gengi

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Einar K. Guðfinsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í dag, að hagsmunir íslensks sjávarútvegs liggi í því að gengi krónunnar verði sterkara en nú og ró skapist í fjármálaumhverfinu. 

„Sú mikla veiking íslensku krónunnar sem orðið hefur upp á síðkastið er auðvitað alvarlegt mál. Og þótt oft hafi verið kallað eftir veikingu krónunnar úr sölum sjávarútvegsins, þá er það ekki svo nú. Þessi staða krónunnar er of veik og er ekki að mati nokkurs þeirra sem um fjallar; jafnvægisgengi. Hagsmunir íslensks sjávarútvegs liggja þess vegna í því að gengi krónunnar verði sterkara en nú og ró skapist í fjármálaumhverfinu sem hefur svo mikil áhrif á stöðu mála í efnahagslífinu hér á landi.  Svona veikt gengi er því fremur ógn en tækifæri," sagði Einar.

Hann sagði að ofursterka krónan hafi veri hið versta fótakefli fyrir sjávarútveginn í fyrra. „Núna kallar sjávarútvegurinn eins og annað atvinnulíf eftir stöðugleika og sterkara gengi."  

Fram kom í ræðu Einars, að þrátt fyrir mikinn samdrátt í þorskafla á síðasta fiskveiðiári verði verðmæti útflutts þorsks heldur meira á síðastliðnu fiskveiðiári en árið á undan. Ástæður þessa séu tvenns konar. Annars vegar hafi verð á þorski hækkað á erlendum mörkuðum og hins vegar gengislækkunin.

Ræða Einars í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina