Enginn krísufundur

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Sverrir
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir fund bankastjóra Seðlabankans í dag í stjórnarráðinu alvanalegan. Slíkir fundir fari reglulega fram og séu jafnvel haldnir á laugardögum. Fjarri lagi sé að tala um krísufund eða að fundað hafi verið í allan dag - fundurinn stóð aðeins yfir í um klukkutíma. Að öðru leyti vill Ingimundur ekki tjá sig um málið.
mbl.is