Hvað sagði Davíð?

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Ómar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur verið gagnrýndur fyrir óvarlegt tal í Kastljósi á þriðjudag. Prófessor í hagfræði við London Business School segir t.d. að orð Davíðs hafi verið túlkuð þannig að Ísland myndi ekki standa við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðueigendum í Bretlandi.

Í grein eftir Richard Portis, prófessor í hagfræði við London School of Economics, sem birtur var á vef Financial Times í gær, segir hann að eftir að Glitnir var þjóðnýttur hafi lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verið lækkuð og atburðarrás hafist sem endaði með því að Landsbankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu.

Kaupþing hafi þó enn virst eiga möguleika. En á þriðjudag hafi Davíð Oddsson látið ummæli falla sem túlkuð voru þannig að Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðueigendum í Bretlandi. Þetta hafi verið pólitík til heimabrúks, af hans hálfu. Viðbrögð breskra stjórnvalda hafi raunar einnig verið pólitík til heimabrúks. Afleiðingin var fall Kaupþings.

En hvað var það sem Davíð sagði?

 Hér fyrir neðan er samantekt á því sem Davíð sagði í Kastljósinu á þriðjudag um erlendar skuldir bankanna og hvernig íslensk stjórnvöld ætluðu að fara með þær. Rétt er að taka fram að bankareikningarnir Icesave og Kaupthing Edge bárust aldrei í tal.

Ætlum ekki að borga skuldir bankanna 

Umræðan barst fyrst að erlendum skuldum þegar Sigmar Guðmundsson spurði Davíð hvort trúnaðarbrestur hefði orðið milli Íslands og vinaþjóða vegna þess að Ísland fékk ekki gjaldeyrislán hjá þeim.

„Trúnaðarbresturinn er auðvitað sá að menn töldu, alls staðar, að okkar bankakerfi væri orðið allt, allt of stórt miðað við þarfir þjóðarinnar og eðlilegar viðskiptaþarfir hennar. Og menn töldu að þetta bankakerfi stæðist ekki, til lengdar, sérstaklega eftir að markaðir allir lokuðust. Þannig að Bandaríkjamenn, hygg ég, horfðu á málin þannig, að það þarf óhemju fé ef þeir ætla að borga allar skuldir bankakerfisins. Núna er þetta allt saman að breytast,“ sagði Davíð og bætti við að menn hefðu ekki almennilega áttað sig því hvað væri að breytast. Menn væru óskaplega svartsýnir enda margir skuldsett sig mikið og gætu ekki borgað og það bitnaði síðan á fólki sem hefði ekkert til saka unnið.

„En hvað erum við í rauninni að gera og ættum við endilega að vera svona svartsýn,“ spurði Davíð. „Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna.“

„Af hverju segir þú óreiðumanna?“ spurði Sigmar.

„Menn sem ekki geta borgað eru upp á gamlan máta taldir óreiðumenn, það lærði ég hjá ömmu minni,“ svaraði Davíð. „Við ætlum ekki að borga annarra manna skuldir. Við ætlum ekki að borga skuldir bankanna sem hafa farið dálítið gáleysislega.“

„Og hvað er ég að segja með þessu? Áður trúðu menn því að íslenska kerfið, íslenska ríkið og íslenskir skattborgarar, myndu reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna, allar skuldir íslensku bankanna,“ bætti Davíð við. Staðan væri sú að bankakefið skuldaði 50-55 milljarða evra sem kæmu til gjalda á næstu 3-4 árum og þeir gætu ekki útvegað sér þá fjármuni. Ríkið myndi ekki útvega féð því þar með væru Íslendingar að setja börn sín og barnabörn í skuldaklafa.

 Fljótlega færu menn að átta sig á því að Íslendingar væru að fara sömu leið og bandarísk stjórnvöld gerðu þegar Washington Mutual bankinn í Bandaríkjunum fór á hausinn. Lánadrottnar hefðu lánað bönkunum peninga í alls kyns verkefni með það að sjónarmiði að græða, og það væri ekkert ljótt við það í sjálfu hér. Það væru á hinn bóginn lánadrottnarnir sem yrðu að sitja uppi með tapið en ekki saklausir borgarar.

Skuldir fara snarminnkandi

„Eftir að þetta hefur nú gerst, t.a.m. með tvo banka, þá erum við ennþá með ríkisvald sem er ekki skuldugt í erlendu fé. Við höfum aukið skuldir þess nokkuð í innlendu fé en væntanlega geta þær skuldir horfið með tíð og tíma vegna þess að menn eru að leggja þær í góðar stofnanir. En þó að ríkið væri ekki skuldugt þá vorum við ofboðslega skuldug sem þjóð. Þjóðarskuldirnar voru háar. Þessar skuldir fara snarminnkandi. Um leið og menn átta sig á þessari stöðu að Ísland er ekki í neinni hættu, Ísland er ekki að fara að bregðast skyldum sínum, ríkissjóður Íslands mun aldrei lenda í vanskilum, þvert á móti, þá er staða hans að styrkjast. Um leið og menn átta sig á þessu þá mun mat matsfyrirtækjanna, það tekur dálítinn tíma, á Íslandi sem slíku, hækka. Þá munu cds álögin [skuldatryggingaálag] á ríkið falla með undrahraða niður og þá mun gengið styrkjast. Menn eru ennþá að halda að þetta séu vandræði en við erum að taka þessa dáldið harkalegu ákvörðun að segja: Við ætlum ekki að borga þessar erlendu skuldir bankanna,“ sagði hann.

„Þetta er nún kannski meira en dáldið harkalega aðgerð,“ sagði Sigmar. Hún myndi væntanlega þýða að Íslendingar nytu ekki trausts úti í heimi.

„Við erum ekki að afskrifa erlendar skuldir ríkisins,“ sagði Davíð

„Nei, en einkaaðila,“ sagði Sigmar.

„Já, við erum að gera nákvæmlega eins og bandaríkjamenn gera,“ sagði Davíð. „Við skiptum bönkunum upp í innlenda og erlenda starfsemi. Við tökum eigið féð að meginefni til og látum það fylgja erlendu starsfeminni. Þannig að erlendu kröfuhafarnir fá meira í sinni hlut en sem nemur innlendu starfseminni.“ Erlendir aðilar ættu ekki að geta sagt að þeir væru verr staddir eftir þessa aðgerð en áður. Erlendu skuldirnar yrðu síðan gerðar upp og erlendu kröfuhafarnir myndu, því miður, ekki fá nema kannski 5-15% upp í þessar kröfur.

„Auðvitað er þetta sársaukalaust fyrir marga, en tiltölulega mjög fljótlega þá erum við með ríki sem er skuldlaust, eða skuldlítið í erlendum skuldum, og við erum skyndilega með þjóðarskuldir sem eru orðnar sáralitlar. Og af því að gengið hefur verið svona þá hefur viðskiptahallli meira og minna horfið. Þannig að við erum komnir með mjög fína og öfluga mótspyrnu,“sagði Davíð.

Erlendar skuldi myndu ekki falla á íslenskan almenning

Seinna í viðtalinu barst talið aftur að erlendum skuldum.

Davíð sagði þá að meginástæðan fyrir því að bankarnir gátu lánað svona mikið var að íslenska ríkið var nánast skuldlaust. Þess vegna gátu bankarnir fengið svona mikil lán erlendis. „Menn trúðu því að íslenska ríkið ætlaði að borga niður allar skuldir bankanna og annarra slíkra. [...] Þeir sem veittu lánin, þeir mátu það svo, að Íslendingar mundu reyna, af því þetta er þannig þjóð, norræn þjóð sem reynir að standa í skilum fyrir allt og alla, að þeir myndu reyna að borga niður skuldir bankanna ef þeir gætu það ekki sjálfir. En núna erum við sem sagt að ákveða að gera það ekki. Og það er vegna þess að við getum það ekki og það væri ósanngjarnt að binda börnin okkar, barnabörnin á klafa þrældóms í háa herrans tíð vegna afglapa sem það fólk ber enga ábyrgð á. Og þess vegna á fólk að hugsa til þess að þó þetta sé erfitt um hríð þá erum við miklu betur stödd núna, eftir þetta allt saman, heldur en við vorum fyrir þremur vikum því þá héldu menn ennþá að við ætluðum að burðast með allar þessar skuldir. En nú höfum við tekið þá hörðu ákvörðun að við ætlum ekki að láta þessar erlendu skuldir falla á íslenskan almenning. Það er sanngjörn leið.“

Undir lok viðtalsins spurði Sigmar um krónuna og þegar reynt var að styrkja gengi krónunnar, í gengisvísitölunni 175. Aftur barst talið að erlendu skuldunum. „Menn verða að átta sig á því að við erum að draga úr skuldafargi þjóðarinnar, en ekki auka það. Það tekur tíma að síast inn. Og um leið og það síast inn, hægt og rólega, þá mun gengismarkaðurinn lagast mjög fljótt og vel,“ sagði Davíð.

mbl.is

Innlent »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...