Yfir 50% aukning á atvinnuleysisskrá

Margir starfsmenn í byggingaiðnaði hafa misst vinnuna að undanförnu
Margir starfsmenn í byggingaiðnaði hafa misst vinnuna að undanförnu

Alls eru 3.826 skráðir á atvinnuleysisskrá, þar af 2.380 manns á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Í septemberlok voru 2.520 skráðir atvinnulausir og hefur þeim því fjölgað um rúm 50% í októbermánuði. 2.062 karlar eru skráðir atvinnulausir í dag og 1.764 konur.

Vinnumálastofnun hefur breytt verklagi sínu við afgreiðslu umsókna um atvinnuleysisbætur í uppsagnarfresti vegna gjaldþrots fyrirtækis/félags. Í stað þess að Vinnumálastofnun fái afrit af kröfulýsingu einstaklings í þrotabúið verður óskað eftir að stéttarfélag staðfesti að krafa verði gerði í réttmætan uppsagnarfrest einstaklingsins.

Þessi breyting á verklagi mun flýta verulega afgreiðslu umsókna, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Verklagið hefur þegar tekið gildi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina