Sátt við Breta ekki skilyrði

Hugsanlegt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er ekki háð því skilyrði að niðurstaða liggi fyrir í viðræðunum við Breta. Þetta sögðu bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að loknum fundi þeirra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu. Á fundinum fór Ásmundur Stefánsson yfir gang viðræðna íslenskra og breskra stjórnvalda vegna stöðu innstæðueigenda á Icesave-reikningum í Bretlandi.

„Það er ekki komin niðurstaða um þetta mál og viðræðum hefur nú verið frestað,“ sagði Geir. Aðspurður sagði hann ekki ljóst til hversu langs tíma viðræðunum yrði frestað, en tók skýrt fram að viðræðum væri ekki slitið. „Þetta er mál sem þarf að ganga frá með einhverjum hætti,“ sagði Geir og tók fram að allir aðilar, þ.e. bæði íslensk og bresk stjórnvöld sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vildu að deilumálin yrðu leyst með sátt.

 Geir tók jafnharðan fram að íslensk stjórnvöld myndu ekki taka á sig meiri skyldur en þeim bæri lögum samkvæmt. „Við erum ekki sammála þeim lögskýringum sem Bretar hafa fært fram,“ sagði Geir. „Við erum ekki tilbúin að binda þjóðinni þá bagga sem Bretar eru að tala um því við teljum að það sé okkur ofviða,“ sagði Ingibjörg Sólrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »