Engin áhrif á Iceland Express

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. mbl.is/Jón Pétur

Gjaldþrot danska lággjaldaflugfélagsins Sterling mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi Iceland Express, að sögn Matthíasar Imsland framkvæmdastjóra félagsins. Fjárfestingarfélagið Fons á bæði félögin. Nota átti vél frá Sterling til áframhaldflugs frá Kaupmannahöfn til Barcelona á laugardag en Matthías segir því þegar hafa verið bjargað.

Iceland Express styðst reglulega við tengiflug með vélum frá mismunandi flugfélögum s.s. British Airways, EasyJet og Sterling og var ein slík ferð bókuð á laugardaginn.

„Það var einn 40 manna hópur sem átti að fara í áframhaldandi flug með Sterling á laugardaginn en við björgum honum bara öðruvísi og erum að ganga frá þeirri breytingu núna. Við erum búin að finna annað flug og erum hálfnuð með að færa nöfnin inn í bókunina.“

mbl.is

Bloggað um fréttina