Húsleit hjá Stoðum

Stoðir (áður FL Group) sætir rannsókn skattyfirvalda.
Stoðir (áður FL Group) sætir rannsókn skattyfirvalda.

Starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins framkvæmdu húsleit í höfuðstöðvum Stoða (áður FL Group) í Síðumúla í dag. Hefur embættið verið að rannsaka félagið um nokkra hríð og var tekin ákvörðun fyrr í dag að fara í höfuðstöðvar þess að sækja gögn.  

Húsleitin er gerð meðal annars til þess að staðreyna hvort grunur embættis skattrannsóknarstjóra um meint skattalagabrot sem framin hafa verið í rekstri félagsins reynist réttur. Samkvæmt upplýsingum mbl.is fengu starfsmenn skattrannsóknarstjóra bókhaldsgögn frá árunum 2005 til 2007.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, ber fyrir sig þagnarskylduákvæði í skattalögum aðspurð um húsleitina. „Við höfum aldrei sagt til um hvort mál séu til rannsóknar eða ekki,“ segir Bryndís og vill ekki staðfesta fréttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina