Rætt um hryðjuverkalög Breta á Evrópuráðsþingi

Bygging Evrópuráðsins í Strassborg.
Bygging Evrópuráðsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, tók beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum í Bretlandi til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg í dag. Var beiðni um utandagskrárumræðu var sett fram af Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.

Í tilkynningu frá Alþingi kemur fram, að Steingrímur ræddi  einkum um beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands í tilviki Landsbankans og aðgerðum breskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingi auk ummæla breskra stjórnvalda í ljósi samanlagðra afleiðinga fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtæki og hagkerfið í heild sem og orðspor Íslands almennt.

Þá vakti Steingrímur athygli á hugsanlegri misbeitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalöggjöf sinni  og því slæma fordæmisgildi sem geti hlotist af beitingu slíkra laga   þegar gripið sé  til þeirra í öðrum tilvikum en þeim þar sem raunverulega sé um að ræða baráttu gegn hryðjuverkum.

Í umræðunni á eftir þótti almennt miður að bresk stjórnvöld skyldu beita sér gegn Íslandi með þeim hætti sem þau gerðu.

Breskir stjórnarandstæðingar bentu m.a. á að þegar hryðjuverkalögin voru sett á sínum tíma  hafi sá hluti laganna, sem notaður var til að frysta eignir Landsbankans, verið samþykktur með þeim formerkjum að þeim yrði eingöngu beint gegn óvinveittum ríkjum eða samtökum. Ísland væri ekki í þeim hópi. Því væri spurningarmerki sett við beitingu laganna í tilviki Landsbankans með vísan til lögmætis, réttlætingar og þess hvort lögunum hefði verið beitt til samræmis við tilefnið í ljósi þeirra alvarlegu afleiðinga sem beiting þeirra hafði fyrir efnahagsvanda Íslands, sem var alvarlegur fyrir.

Sú krafa kom fram í máli eins stjórnarandstöðuþingmannsins að fyrir dómstólum yrði skorið úr um lögmæti þess að beita lögunum í tilviki Landsbankans.

Þingmenn frá Hollandi og Sviss gagnrýndu einnig aðgerðir breskra stjórnvalda. Bent var á að beiting hryðjuverkalaganna bæri vott um skort á samstöðu í röðum aðildarlanda Evrópuráðsins sem sjálfviljug hafa skuldbundið sig til að leysa ágreining sín á milli á grundvelli virðingar fyrir meginreglum réttarfarsríkisins, mannréttindum og lýðræðislegum gildum.

Stjórnarþingmaður frá Bretlandi varði beitingu laganna en lagði jafnframt til að málið yrði skoðað ekki eingöngu með hliðsjón af samskiptum Íslands og Bretlands, heldur með tilliti til samskipta Íslands við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi sem einnig höfðu málstað innstæðueigenda í íslenskum bönkum að verja.

Þeim tilmælum var komið á framfæri við forseta Evrópuráðsþingsins að vísa málinu til skýrslugerðar annað hvort í efnahags- og viðskiptanefnd Evrópuráðsþingsins eða áður í laga- og mannréttindanefnd þess og taka síðan málið til frekari umræðu á þingi Evrópuráðsþingsins sem verður í lok janúar 2009.
 

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »