Davíð geri hreint fyrir sínum dyrum

Ágúst Ólafur Ágústson.
Ágúst Ólafur Ágústson.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, hvatti Davíð Oddsson, seðlabankastjóra, á þingi í dag til að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, gerði misvísandi yfirlýsingar ráðherra og seðlabankastjóra að umtalsefni í upphafi þingfundar en Davíð hefur haldið því fram að hann hafi sagt við ráðamenn í sumar að 0% líkur væru á að bankarnir gætu lifað af. Forsætisráðherra segðist síðan ekki kannast við þau orð, sem væri með ólíkindum.
Ágúst Ólafur tók undir með Siv og sagði að Davíð yrði að skýra þessi orð sín mun betur á opinberum vettvangi. „Þetta er ekki einkamál hans,“ áréttaði Ágúst Ólafur.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, velti því upp hvort viðskiptanefnd Alþingis ætti ekki að óska eftir aðgangi að hljóðritunum á símtölum í Seðlabankanum til að geta kynnt sér málið betur, fyrst svo illa hefði gengið að fá fram upplýsingar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina