Var vikið ólöglega úr stjórnarnefnd

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum formanni stjórnarnefndar um málefni fatlaðra 500 þúsund krónur í bætur en talið var að honum hefði verið vikið úr nefndinni með ólögmætum hætti.

Sigurjón Örn Þórsson var skipaður formaður nefndarinnar eftir þingkosningar 2003 og síðan var hann skipaður á ný til fjögurra ára í apríl 2007. Eftir alþingiskosningarnar í maí og stjórnarskipti skipaði félagsmálaráðherra nýjan nefndarformann.

Sigurjón Örn fór í skaðabótamál og taldi að sér hefði verið vikið úr nefndinni með ólögmætum hætti. Á það féllst héraðsdómur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina