Andlát: Sigrún Ögmundsdóttir

Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsti þulur Ríkisútvarpsins.
Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsti þulur Ríkisútvarpsins.

Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsta þula Ríkisútvarpsins, lést í Uppsölum í Svíþjóð á laugardaginn, 97 ára að aldri.

Sigrún var valin úr hópi umsækjenda og hóf störf hjá Ríkisútvarpinu um leið og það hóf útsendingar eða í desember 1930. Hún starfaði sem þula hjá stofnuninni í sjö ár.

Sigrún giftist 1937 Sigurd Björling, sænskum óperusöngvara, og eignuðust þau tvær dætur, Sólveigu Margarethu, sem er fædd 1939, og Bergljótu, fædd 1942.

Seinni eiginmaður Sigrúnar var Árni Tryggvason hæstaréttardómari sem var sendiherra Íslands í Svíþjóð og Finnlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert