Krónugjörningur við seðlabankann

Krónurnar við Seðlabankann.
Krónurnar við Seðlabankann. mbl.is/Kristinn

Hópur nemenda við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands kom saman við Seðlabanka Íslands um kl. 13 í dag til að framkvæma gjörning. Nemendurnir lögðu 12.793 kr. á jörðina við anddyri bankans til að sýna fram hversu margir eru atvinnulausir í dag. Gjörningurinn stendur til kl. 16.

„Maður áttar sig ekki alveg á því hvað 12.000 er mikið. Þannig að við ákváðum að raða fyrir framan seðlabankann 12.793 kr., sem á að vera atvinnuleysið í dag,“ segir Auður Ösp Guðmundsdóttir, ein nemendanna, í samtali við mbl.is. 

Hún bendir á að atvinnulausum hafi fjölgað mikið í janúar, eða um þriðjung miðað við það sem var í desember. Menn óttist því eðlilega framhaldið, því atvinnulausum fjölgi hratt.

„Svo kom ein kona og bætti við krónu af því að hún þekkir einn sem varð atvinnulaus í dag,“ segir Auður og bendir á að þannig geti fólk uppfært töluna yfir fjölda atvinnulausra, sem fjölgi dag frá degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert